Fundur í kjaradeilunni í Straumsvík

29.02.2016 - 12:42
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Fundur verður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan. Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að lítið hafi heyrst frá Rio Tinto en vonast til að fundurinn gefi tilefni til áframhaldandi viðræðna.

Kjarasamningarnir hafa verið lausir í 14 mánuði. Í gildi er bann á útskipun á áli frá Straumsvík. Til ágreinings kom fyrir skömmu þegar yfirmenn gengu í störf hafnarstarfsmanna. Nú er skip í höfninni í Straumsvík en Kolbeinn vonast til að komist verði hjá ágreiningi. Verkfallsgæsla verður á staðnum.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að það skýrist í dag, hvort látið verði reyna á það fyrir félagsdómi hverjir megi ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Hann segir að ekki verði staðið í neinum átökum, farið verði að lögum.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV