Frumkvöðlamiðstöðin Frumbjörg formlega opnuð

01.03.2016 - 15:09
Mynd með færslu
 Mynd: Árni Þorleifsson  -  Frumbjörg
Formleg opnunarathöfn fór fram í húsakynnum Frumbjargar í gær að viðstöddum fjölda boðsgesta. Frumbjörg er frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar og er nýtt úrræði þar sem jafnt fatlaðir sem ófatlaðir geta unnið að verkefnum á sviði velferðar- eða heilbrigðismála með sérstaka áherslu á hreyfihamlaða og aðra fatlaða.

Samkvæmt heimasíðu þeirra er eitt meginmarkmiðið að styðja fatlaða einstaklinga í því að skapa sín eigin atvinnutækifæri. Aðstandendur verkefnisins segja að fatlaðir hafi oft litla aðstöðu eða leiðsögn til að vinna að sínum hugðar- og hagsmunaefnum. Frumbjörg sé í takt við nýja hugsun um aðgengi og aðstöðu fatlaðra til virkrar þáttöku.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og heilbrigðisráðherra opnuðu aðstöðuna formlega. Þá kom borgarstjóri Reykjavíkur og færði Frumbjörg blómvönd. Þeir þremenningar færðu heillakveðjur og buðu mikið og gott samstarf. 

 


Deila fréttGunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV
01.03.2016 - 15:09