Framleiðendur Broen gera þætti um Múmínálfana

15.02.2016 - 15:23
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia  -  Wikimedia Commons
Ný sjónvarpsþáttaröð, byggð á sögunum um Múmínálfana eftir Finnan Tove Jansson, er í bígerð í Svíþjóð. Það er fyrirtækið Filmlance International sem stendur fyrir gerð þáttana en það framleiddi einnig hina geysivinsælu dansk-sænsku þætti Broen sem slógu í gegn um allan heim.

Liðin eru tuttugu og sex ár síðan sjónvarpsþættir um Múmínálfana voru síðast gerðir. Sophia Jansson, frænka Tove Janssons, verður framleiðendunum til halds og trausts til að tryggja að farið verði nákvæmlega eftir upprunalegu sögunum. Ekki er enn ljóst hvenær þættirnir verða tilbúnir til sýninga.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV