Framkvæmdir við hús Vigdísar hefjast brátt

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu

Framkvæmdir við hús Vigdísar hefjast brátt

Innlent
 · 
Menningarefni
Framkvæmdir við hús fyrir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefjast innan tíðar, auglýst hefur verið eftir tilboðum í verkið. Húsið á að rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík ekki langt frá þar sem grafinn hefur verið grunnur undir Hús íslenskra fræða.

Byggingin verður á fjórum hæðum en auk þess verður niðurfellt torg fyrir framan húsið. Verkinu á að vera lokið 15. nóvember 2016.  Í húsinu verður aðstaða til að fræða leika og lærða um tungumál og menningu og þar mun einnig fara fram öll kennsla og rannsóknir á þeim 14 erlendu tungumálum, sem kennd eru við Háskóla Íslands. Ríkið, Reykjavíkurborg og fjöldi innlendra og erlendra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana lögðu fé til verksins.