Flutt til aðhlynningar eftir árekstur

19.02.2016 - 18:08
Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson  -  RÚV
Tveir voru fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur flutningabíls og fólksbíls á Reykjanesbraut. Slysið varð á Hafnavegi við Njarðvík, um klukkan fimm í dag. Rannsókn lögreglu á vettvangi stendur yfir.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV