Flutt á slysadeild vegna heimilisofbeldis

Nærmynd af merki lögreglunnar með einkennisorðunum "Með lögum skal land byggja".
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Lögregla var tvisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis í Reykjavík í nótt. Einn var handtekinn í hvoru máli en í öðru þeirra þurfti að flytja brotaþola á slysadeild til aðhlynningar.

Rúða var brotin í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld en lögregla náði ekki að hafa hendur í hári þess sem braut hana. Þá var einnig tilkynnt um brotnar rúður í tveimur bifreiðum við Vatnsmýrarveg og innbrot í bifreið við Laugaveg. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV