Flutningabíllinn sem valt í Dölunum gerónýtur

06.01.2016 - 21:06
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd  -  RÚV
Flutningabíllinn sem valt við Erpsstaði í Dölum um hádegi í dag gereyðilagðist í slysinu. Ökumaðurinn dvelur á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er líðan mannsins eftir atvikum góð, töluvert slasaður en vakandi.

Langan tíma tókst að bjarga ökumanninum úr flakinu. Hann var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvog.

Flutningabíllinn var með tengivagn í eftirdragi og flutti fiskikör sem köstuðust sum hver langa leið frá bílnum.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV