Flugfreyjur samþykkja verkfallsaðgerðir

12.05.2014 - 06:02
Mynd með færslu
Mikill meirihluti flugfreyja sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Flugfreyjufélags Íslands eru hlynntar verkfallsaðgerðum. Af þeim 287 sem greiddu atkvæði sögðu 276 styðja verkfall á meðan 11 voru á móti.

Fulltrúar félagsins hafa fundað síðustu daga með ríkissáttasemjara en án árangurs. Einnig hefur Flugfreyjufélagið átt fundi með stjórnendum hjá Icelandair. Engin lausn virðist vera í sjónmáli og ber talsvert í milli meðal samningsaðila. Flugfreyjur hafa boðað til yfirvinnubanns þann 18. maí næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í framhaldinu megi búast við vinnustöðvunum.