Flóttamenn í Calais hafi sig á brott

20.02.2016 - 04:54
epa05095668 A refugee child walks in the mud in refugee camp in the coastal town of Grande-Synthe near Dunkirk, northern France, 10 January 2016. Despite most of the attention is on the so-called 'Jungle' in near-by Calais, the refugee camp in
 Mynd: EPA
Flóttamönnum sem haldið hafa við í tjaldbúðum við höfnina í Calais í Frakklandi er gert að yfirgefa svæðið fyrir þriðjudagskvöld. Fari þeir ekki sjálfviljugir verða þeir bornir út.

Calais liggur við Ermarsundið og er helsta samgönguæð Frakklands við Bretland. Fjöldi flóttamanna hefur búið í tjaldbúðum þar og er svæðið orðið að nokkurs konar menningarmiðstöð. Þar er að finna verslun, skóla og trúaarmiðstöðvar. Nú stendur til að reisa bráðabirgðaskýli fyrir flóttamennina og verða þeir því að koma sér í burt á meðan þau verða byggð. Yfirvöld segja um eitt þúsund þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna, en sjálfboðaliðar á svæðinu telja að minnsta kosti tvöfalt fleiri þurfa þess. 

Þúsundir flóttamanna hafa komið við í Calais og freista margir þess að komast yfir Ermarsundið til Bretlands. Margir hafa reynt að fara í gegnum lestargöngin sem liggja undir Ermarsundið.