Flestir hótelgesta í janúar Bretar

26.02.2016 - 10:15
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Í janúar var gist í rétt tæpum helmingi þeirra hótelherbergja sem eru í landinu, nýting herbergja var þó töluvert betri á höfuðborgarsvæðinu en þar voru gestir í 68% herbergja.

Í frétt Hagstofu Íslands kemur fram að gistinætur voru fimmtungi fleiri í janúar í ár en í fyrra. Erlendir gestir voru 87% af þeim sem gistu hótelin og hafði fjölgað um 20% frá því fyrra en Íslendingum fjölgaði um 22%. 

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega 156 þúsund og þar voru um 80% gistinótta. Næs flestar voru þær á Suðurlandi tæplega 17 þúsund. Bretar voru fjölmennastir á hótelunum í janúar, Bandaríkjamenn komu þeim næstir og Þjóðverjar voru í þriðja sæti. Í þessum tölum Hagstofunnar er eingöngu átt við gistingu á hótelum sem eru opin allt árið en ekki taldir gestir á gistiheimilum eða sumarhótelum.