Fjarstýrður svitaþerrari

12.11.2012 - 10:34
Mynd með færslu
Það er puð og púl að skrúbba og skúra, ekki síður að þerra svita eftir körfubolta - eða handboltaleikmenn sem búnir eru að kútveltast um parketgólf íþróttahúsa. Þegar slíkt gerist þá kallar dómarinn gjarnan til svokallaða "moppumenn" eða "moppukonur".

Þau eiga að fyrirbyggja að næsti leikmaður renni til í svitapollinum sér til tjóns. Þetta er erfitt og leiðinlegt starf sem gengur orðið illa að manna. Nú er lausnin hinsvegar fundin því forsvarsmenn íþróttahúsins í Keflavík fengu tækninema í háskólanum Keili til að hanna og smíða nokkurskonar rafrænan húsvörð sem getur þurrkað svita í lítravís á örskotsstundu og blæs ekki úr nös.

Vertu vinur Landans á Facebook.