„Fjárlagafrumvarpið mikil vonbrigði“

Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Fjárlagafrumvarpið er mikil vonbrigði fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir forstjóri stofnunarinnar. Stjórnvöld standi þannig ekki við yfirlýsingar um að efla heilsugæsluna. 

 

Framlög til heilsugæslu á landinu hækka um 200 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni, eins og segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir framlög í frumvarpinu ekki duga svo heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins geti sinnt verkefnum sínum. 

„Við teljum svo ekki vera og okkur finnst frumvarpið vera mikil vonbrigði eins og það birtist okkur núna. Framlög til heilsugæslunnar eru óbreytt frá yfirstandandi ári ef frá er talið að það eiga að koma 40 milljónir til uppbyggingar sálfræði- og geðþjónustu innan heilsugæslunnar sem sannarlega er vel að okkar mati. En hins vegar verður að benda á að breytingin sem hefur orðið í heilsugæslunni er sú að það eru komnar tvær nýjar heilsugælsustöðvar. Þær eru ekki fullfjármagnaðar,“ segir Svanhvít. 

Það líti því út fyrir að taka verði fjármagn úr rekstri heilsugæslunnar til að fjármagna nýju stöðvarnar. Þá hafi bæst við verkefni hjá heilsugæslunni með tilvísunarþjónustu vegna barna sem þurfa á sérfræðilækni að halda og  kröfum um fljótari þjónustu. „Það er og verður aukið álag. Þarna teljum við að vanti vilja og efndir á orðum um að það eigi að efla heilsugæsluna. Stjórnvöld tala um eflingu heilsugæslunnar en það er ekki að birtast í þessu frumvarpi,“ segir Svanhvít.
Út:
¤W1 24 ]] C2.5 G 17 [[
Samt=17

>>