Finnar í þrengingum

25.02.2016 - 09:21
Finnar ganga nú í gegnum efnahagserfiðleika vegna þrenginga í hátækni- og pappírsiðnaði, viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi og almennum samdrætti í heiminum, en Finnar eru mjög háðir útflutningsverslun. Alexander Stubb, fjármálaráðherra, leggur áherslu á að bæta samkeppnishæfni landsins. Gæti það falið í sér nokkurs konar „gengisfellingu“ innanlands, þ.e. lækkun launa og annars kostnaðar, eins og fram kom hjá Boga Ágústssyni á Morgunvaktinni á Rás 1.

Í Heimsglugga vikunnar á Morgunvaktinni var líka rætt um þingkosningar á Írlandi, sem fram fara föstudaginn 26.febrúar. Fylgiskannanir benda til að samsteypustjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins falli, þrátt fyrir ákall Enda Kenny,  forsætisráðherra (Taoiseach) og leiðtoga Fine Gael, um að stjórnin þurfi meiri tíma til uppbyggingar eftir efnahagshrunið 2008. 

 

Mynd með færslu
Óðinn Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi