Fimm kynferðisbrotamál eftir helgina

06.08.2014 - 12:23
Mynd með færslu
Fimm konur hafa leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis eftir verslunarmannahelgina. Lögreglan á Akureyri rannsakar eitt mál.

Verslunarmannahelgin virtist hafa gengið vel fyrir sig samkvæmt fyrstu fréttum, engin alvarleg slys eða kynferðisbrot. Nú er hins vegar  ljóst að fimm ungar konur hafa leitað, til  neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meint brot voru framin á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Flúðum og í Reykjavík.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst hefur bara eitt málanna verði kært til lögreglu, en það er atvikið á Akureyri. Lögreglan rannsakar það mál að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar  aðrar en .þær að það væri til rannsóknar. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta sagði í samtali við fréttastofuna að venjan væri sú að nokkur tími liði yfirleitt frá verslunarmannahelginni þar til í ljós kæmi hvernig hún hefði í raun gengið.