Fimm breytingar á íslenska landsliðinu

15.01.2016 - 17:29
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands
Landsliðsþjálfarar Íslands í knattspyrnu, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera fimm breytingar á íslenska landsliðinu frá sigurleiknum gegn Finnlandi á miðvikudag. Liðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttuleik á morgun og er leikið í Dubai.

Eiður Smári Guðjohnsen verður sem fyrr fyrirliði liðsins í leiknum. Elías Már Ómarsson, Emil Pálsson, Andrés Már Jóhannesson, Kristinn Jónsson og Kári Árnason koma inn í byrjunarliðið. Emil og Andrés eru að leika sinn fyrsta A landsleik.

Leikið er á Al Maktoum leikvanginum í Dubai og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl. 14:15 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum:
Markvörður:
Ingvar Jónsson
Varnarmenn:
Kristinn Jónsson
Andrés Már Jóhannesson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Miðvallarleikmenn:
Emil Pálsson
Arnór Ingvi Traustason
Elías Már Ómarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Framherjar:
Eiður Smári Guðjohnsen
Viðar Örn Kjartansson

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður