FÍH semur en FÍT enn í verkfalli

23.10.2014 - 10:55
Mynd með færslu
Samninganefnd FÍH - félags íslenskra tónlistarmanna - skrifaði undir kjarasamning við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöld. Samningurinn er til skamms tíma - rennur út 31. júlí á næsta ári. Tónlistarmenn hafa verið samningslausir frá því í febrúar.

Að sögn Snorra Arnar Snorrasonar, í samninganefnd FÍH, verður boðað til félagsfundar á laugardag þar sem kjarasamningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum.

Samningarnir hafa engin áhrif á verkfall Félags tónlistarkennara, sem stendur enn yfir.