Ferðamenn drukknuðu á Karíbahafi

24.01.2016 - 06:10
Mynd með færslu
Little Cook eyja er við odd rauðu bólunnar.  Mynd: Google
13 létust þegar farþegabátur sökk undan Little Corn eyju á Karíbahafinu í gærkvöld. 19 var bjargað. Hópurinn sigldi af stað þrátt fyrir viðvörun yfirvalda.

Ferðamenn frá Mið-Ameríku, Bandaríkjunum og Bretlandi voru um borð í bátnum þegar hann sökk. Allir sem létust voru frá Kosta Ríka. Ferðamennirnir dvöldu á Little Corn eyju sem tilheyrir Níkaragva. Talsmaður þarlendra stjórnvalda segir þetta mikinn harmleik. Að hans sögn sigldu þeir af stað þrátt fyrir viðvaranir sjóhersins.
Fréttastofa AFP hefur heimildir fyrir því að skipstjórinn hafi verið handtekinn og málið sé nú til rannsóknar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV