Fellibylurinn Katia genginn á land í Mexíkó

09.09.2017 - 07:24
epa06193430 Members of Civil Protection guard the beaches of the state of Veracruz, Mexico, 08 September 2017. Hurricane Katia, a category 2 storm, is located about 195 kilometers southeast of Tampico and the eye of the storm is expected to hit the ground
Þjóðvarðliðar við gæslu á strönd Veracruz-ríkis í aðdraganda landgöngu fellibylsins Kötju.  Mynd: EPA-EFE  -  EFE
Fellibylurinn Katia, þriðji og minnsti fellibylurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga, gekk í morgun á land í Verecruz-ríki í Mexíkó. Heldur hefur dregið af Kötju, sem náði mest að verða annars stigs fellibylur en flokkast nú sem fyrsta stigs bylur. Meðalvindhraði mældist um 33 metrar á sekúndu stuttu eftir að Katia tók land og verður hún von bráðar að hitabeltisstormi. Mikið úrhelli fylgir Kötju, rétt eins og þeim Irmu og José.

Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu næstu klukkustundirnar og varað við flóðahættu í norðanverðu Veracruz-ríki, austurhluta Hidalgo og Puebla.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV