Fangarnir fóru fram á nafnleynd

10.01.2016 - 21:51
Kvíabryggja
 Mynd: Wikimedia Commons
Þrír fangar, sem kvartað hafa til umboðsmanns Alþingis vegna fangelsismálastjóra, óskuðu eftir því að nafnleyndar yrði gætt við meðferð málsins, eftir því sem lög heimili. Þetta kemur fram bréfi umboðsmanns til fangelsismálastjóra, þar sem óskað er eftir upplýsingum, gögnum og skýringa, sem og rökstuddir afstöðu til kvörtunar þriggja fanga.

Fangarnir eru þeir Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu þungan dóm í Al thani-málinu. Þann 25. nóvember leituðu þeir til umboðsmanns Alþingis til að kvarta undan störfum Páls Winkels, fangelsismálastjóra. Mennirnir afplána allir dóm á Kvíabryggju.

Í niðurlagi bréfi umboðsmanns til fangelsismálastjóra, sem dagsett er 31. desember, er vakin athygli á því að fangarnir segir erindi sitt varða viðkvæm mál og því óski þeir eftir nafnleynd, eftir því sem lög heimili. Umboðsmaður skrifar í bréfi sínu að lögum samkvæmt eigi umboðsmaður að skýra stjórnvaldi frá efni kvörtunar sem tekin er til meðferðar, nema það geti torveldað rannsókn þess. Kvörtun þessi snúi að upplýsingagjöf í máli sem tilteknir einstklingar áttu aðild að og að framgöngu fangelsismálastjóra gog ummælum hans. Því sé ekki hægt að viðhafa nafnleynd um þá sem standa að kvörtuninni.

Kvörtun þremenninganna lýtur að fjórum atriðum, meðal annars fullyrða þeir að bandaríski kvikmyndargerðamaðurinn Michael Moore hafi fengið aðgang að fangelsinu til að ná af þeim myndum.
Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá málinu í kvöld. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hefur frest til 1. febrúar næstkomandi til að svara erindi umboðsmanns.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV