Fagurlega skreyttur strætó - myndir

18.08.2012 - 14:32
Mynd með færslu
Einn af strætóunum í borginni hefur verið skreyttur með prjónuðu og hekluðu skrauti af öllu tagi. Strætóinn keyrir á leið eitt frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og til baka. Skrautið er sett upp í tilefni Menningarnætur en hangir uppi meðan það er fallegt.

Samtökin Reykjavík Underground Yarnstormers voru beðin um að taka þátt í dagskrá Menningarnætur með því að skreyta strætisvagn. Um þrjátíu konur prjónuðu og hekluðu fyrir verkefnið og tuttugu konur mættu í gær til að skreyta strætóinn. Það tók þær sjö klukkutíma að hengja alla handavinnuna upp og gera fallegt.

Strætóinn sem er skreyttur keyrir á leið eitt og gengur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Skrautið hangir áfram uppi í vagninum eða á meðan það er fallegt en auðvitað er hægt að hafa samband við Strætó og fá upplýsingar um það hvernig manni tekst að hitta á rétta vagninn. 

Séð inn eftir vagninum. Hugsað er fyrir minnsta smáatriði eins og sjá má. 

Mikil vinna liggur að baki skreytingunum. 

Á fullu að skreyta.

Fjórar af þeim sjö sem mættu til að skreyta. 

Ekki amalegt að sitja í svona sætum.

Glæsilegt.