Enn ósamið í kjaradeilu tónlistarkennara

04.11.2014 - 21:25
Mynd með færslu
Tónlistaskólakennarar og samninganefnd sveitarfélaganna hittust á fundi í dag. Að sögn Sigrúnar Grendal, formanns félags tónlistarskólakennara, var fundurinn stuttur og ekkert þokaðist í samkomulagsátt.

Sigrún segir að til boða standi launahækkun gegn því að tónlistakennarar láti vinnuveitandandum bæði eftir að ráða lengd vinnuvikunnar og hámarksfjölda nemenda á hvern tónlistarkennara. Þeir geti ekki fallist á þetta. Boðað hefur verið til nýs fundar á föstudag.