Enginn fundur í deilu tónlistarkennara

03.11.2014 - 13:13
Mynd með færslu
Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara.

Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, segir að kennarar hafi lagt fram nýja samningshugmynd á sáttafundi á föstudag. Hins vegar virðist svo, sem ekki skipti máli hvað hvaða hugmyndir séu lagðar fram. Viðsemjendur hafi ekki áhuga á þeim og engu sé líkara en að skilaboðin séu þau að ekki eigi að semja við tónlistarkennara.