Engin virkni í gömlu sprungunni

07.04.2010 - 15:02
Mynd með færslu
Engin virkni er nú í eldri sprungu gosstöðvanna á Fimmvörðuhálsi en í sprungunni sem myndaðist fyrir helgi, gýs í tveimur gígum, að sögn Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings.

Ármann er nú staddur við gosstöðvarnar ásamt fleiri vísindamönnum. Hraunið úr nýju sprungunni rennur sem fyrr í Hvannárgil. Ármann segir að mikið hraun hafi komið úr gígunum síðan á föstudag. Hann segir að leiðin vestur fyrir eldstöðvarnar sé nú lokuð en þar hafi hraunið breitt úr sér.