Engin leyniþjónusta í spilunum

15.11.2012 - 20:15
Mynd með færslu
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að það muni ekki gerast á hans vakt að hér á landi verði sett á laggirnar leyniþjónusta. Hann segist vonast til að nú fari að sjá til sólar í ríkisfjármálum svo hægt verði að styrkja grunnstoðirnar á ný, eins og til dæmis lögregluna.

Skipulögð glæpastarfsemi og staða lögrglunnar var rædd á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson málshefjandi sagði stöðuna að mörgu leyti óþolandi, stöðugur niðurskurður, fækkun í starfsliði, valdheimildir of litlar og erfitt væri að fá ungt fólk til starfa í lögreglunni enda starfsaðstaða oft afar slæm. Þá spurði Jón hvort að það stæði til að rýmka valdheimildir lögreglunnar og fjölga í lögregluliðinu um allt land.

Fram hefur komið að verulega hefur verið þrengt að starfsumhverfi lögreglunnar og Siv Friðleifsdóttir spurði innanríkisráðherra í umræðunni hvort rétt væri að skorið hefði verið niður hjá lögreglu um tæpa þrjá milljarða. Ráðherra sagði svo vera en benti á að allur niðurskurður stjórnvalda hefði bitnað á öllu kerfinu sem sé háð útgjöldum ríkisins.

Nú sjái hins vegar til sólar, að mati Ögmundar og hann vonar að hægt verði styrkja grunnstoðirnar á ný. Hann segir það hins vegar ekki standa til og það muni aldrei gerast á sinni vakt að sett verði á laggirnar leyniþjónusta, .