Engin góð lausn til

28.11.2012 - 18:57
Mynd með færslu
Ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði getur tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta og rýrt lánskjör ríkisins.

Íbúðalánasjóður er ekki tæknilega gjaldþrota meðan ríkið heldur áfram að leggja honum til fé, en rekstrarlega séð stendur hann ekki undir sér, segir Ólafur Margeirsson doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskóla í Bretlandi. Hann leggur til að sjóðurinn hætti þegar í stað að gefa út skuldabréf sem ekki er unnt að greiða upp þegar sjóðnum hentar.  Hætta er á að ríkið verði að leggja sjóðnum reglulega til nýtt fé í mörg ár að mati Ólafs. Það myndi draga úr möguleikum stjórnvalda á að eyða halla ríkissjóðs, sem þar með tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þá kann það að mati Ólafs að rýra lánskjör ríkisins, að ríkisábyrgð er á Íbúðalánasjóði, og nær þessi ábyrgð nú til tæplega þúsund milljarða króna. Í raun sé engin góð lausn til á vanda Íbúðalánasjóðs.