Engar samræmdar verklagsreglur

16.01.2016 - 08:37
Mynd með færslu
 Mynd: Dominik Golenia  -  flickr.com
Engar samræmdar verklagsreglur eru til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki.

Fréttablaðið greinir frá og vísar í svar innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna. Eitt lögregluembætti hafi sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun.

Steinunn Þóra segir í samtali við Fréttablaðið að fyrst engar samræmdar verklagsreglur séu til af hálfu ríkislögreglustjóra geti verið mismunanid eftir lögregluumdæmum hvernig tekið sé á málum einstaklinga. Fréttablaðið hefur eftir embætti ríkissaksóknara að til standi að gefa út almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV