Engar höfuðhlífar í hnefaleikum í Ríó

01.03.2016 - 19:49
epaselect epa05138286 (07/24) Members of the Beijing Women's Boxing team practice sparring during training in Shichahai Sports school in Beijing, China, 26 January 2016.  In Beijing's Shichahai sports school, sixteen young women aged between 15
 Mynd: EPA
Karlkyns keppendur munu ekki nota höfuðhlíðar í ólympískum hnefaleikum á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í sumar. Alþjóða ólympíunefndin samþykkti breytinguna í dag. Konur munu áfram notast við höfuðhlífar. Boxarar hafa verið með höfuðhlífar frá því á leikunum í Los Angeles árið 1984.

Forseti alþjóða boxsambandsins, Ching-Kuo Wu, segir að skoðað verði að gera sömu breytingar fyrir konur þegar höfuðmeiðsli í boxi hafa verið rannsökuð enn frekar. Íþróttin er enn tiltölulega ung hjá konum en Wu telur að minni líkur séu á heilahristingi þegar höfuðhlífar eru ekki notaðar, eins undarlega og það kann nú að hljóma.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður