Engar flugferðir falla niður í dag

16.05.2014 - 08:45
Mynd með færslu
Að öllu óbreyttu ættu flugferðir Icelandair að vera á áætlun í dag, á fyrsta degi eftir lögbann á verkfallsaðgerðir atvinnuflugmanna sem samþykkt var á Alþingi í gær.

Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að dagurinn liti vel út og að hann ætti ekki von á að flugferðir myndu falla niður í dag. Sjá síðu 421 í www.textavarp.is