Elín Metta áfram hjá Val

Elín Metta Jensen. Mynd:myndasíða KSÍ


  • Prenta
  • Senda frétt

Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Vals í knattspyrnu.

Elín Metta skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gær en þetta kom fram á heimasíðu Vals.

Elín Metta er aðeins 18 ára gömul en hefur verið einn skæðasti markaskorari deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Hún skoraði 17 mörk í sumar og fékk silfurskóinn fyrir að vera önnur markahæst.

Það var reyndar annað árið í röð sem Elín Metta fékk sifurskóinn en tímabilið 2012 skoraði hún 18 mörk í deildinni.

Elín Metta hefur fimm sinnum leikið fyrir hönd Íslands í A-landsliðinu, ásamt því að vera í yngri landsliðum Íslands um árabil.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku