Eldur í potti á Eiðistorgi

05.02.2016 - 23:44
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi í kvöld vegna elds í potti á eldavél. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom og voru því allir bílar sendir til baka utan einn sem var eftir til þess að reykræsta. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu ætti það að taka um 20-30 mínútur.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV