Eldur í fjölbýlishúsi við Kleppsveg

23.02.2016 - 06:43
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Allt tiltækt slökkvilið, eða um 20 manns, var kallað að Kleppsvegi 56 í morgun vegna elds í íbúð á annarri hæð hússins. Búið er að slökkva eldinn en verið er að reykræsta íbúðina. Dælubíll, körfubíll og sjúkrabílar eru enn á staðnum að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en engar upplýsingar fengust um hvort slys hefði orðið á fólki.

 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV