Eldri borgarar bíða enn úrlausna

26.02.2016 - 09:08
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágreinni telur að kjarabætur þeirra séu ávallt látnar sitja á hakanum. Kerfið sé of flókið og endurskoðunar almannatrygginga hafi lengi verið beðið. Núna sé beðið eftir niðurstöðu frá nefnd um endurskoðun almannatrygginga sem kennd var við Pétur Blöndal. Þar séu komnar fram fyrir mánuði góðar tillögur sem kosti vissulega einhverja peninga. Nefndin sem nú er að störfum er sú þriðja sem fjallar um málið.

 

Í átta níu ár hafi fólki endalaust verið sagt að borða hafragrautinn þegar hann kemur. 

Hvert ár og hver mánuður skipti miklu máli fyrir fólk sem komið er á efri ár. Þórunn telur að taka ætti mál eldri borgara fyrir sérstaklega og þeir ekki að líða fyrir að ágreiningur sé nefndinni um málefni öryrkja. Þórunn segir að fólk verið líka að vera vel vakandi yfir sínum réttindum. Til hennar hafi komið maður sem áttaði sig allt í einu á því að hann átti 178 þúsund krónur í séreignarréttindi vegna samningsbundinna innborgana á bráðabirgðatímabili árin 2002 -2004. 

Hann fékk engin bréf og vissi ekkert af því. Þetta hafi mallað í kerfinu í tíu ár, þó að fjárhæðin hafi safnað einhverjum vöxtum. Þennan mann muni um slíkar upphæðir. Þórunn segist hafa hringt í lífeyrisjóðinn og fengið þar þau svör að fólk yrði bara að leita réttar síns. Það væri þó misjafnt milli sjóða um hvernig fólk upplýsir sjóðsfélagana. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi