Eigendur Liverpool hætta við að hækka miðaverð

10.02.2016 - 20:35
epa05047790 Liverpools James Milner (unseen) scores from the penalty spot to put Liverpool one up and then celebrates with his teamates during the English Premier League soccer match between Liverpool and  Swansea, Britain, 29 November 2015.  EPA/Peter
 Mynd: EPA
Eigendur Liverpool hafa dregið tilbaka áfrom um að hækka miðaverð á dýrustu miðum á heimaleiki liðsins upp í £77 sterlingspund. Stuðningsmenn voru allt annað en sáttir með áfrom eigenda félagsins og yfirgáfu margir þeirra Anfield, heimavöll félagsins, á 77. mínútu í leik gegn Sunderland um síðustu helgi til að mótmæla miðahækkun.

Fenway Sports Group, eigendur Liverpool, segja í yfirlýsingu að þeir hafi móttekið skilaboð stuðningsmanna. Hæsta miðaverð á Anfield Road mun áfram vera £59 pund og ársmiðaverð mun standa í stað.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður