Dýrkeyptur sigur hjá Liverpool

05.01.2016 - 22:33
epa05084100 Liverpool's manager Jurgen Klopp reacts  during the English Premier League soccer match between Sunderland and Liverpool at the Stadium of Light in Sunderland, Britain, 30 December 2015.  EPA/LINDSEY PARNABY EDITORIAL USE ONLY. No use
Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool.  Mynd: EPA
Liverpool hafði betur gegn Stoke í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, 0-1. Mark Jordon Ibe á 37. mínútu skildi liðin að og stendur Liverpool vel að vígi fyrir seinni viðureign liðanna sem fram fer á Anfield Road síðar í mánuðinum.

Sigurinn reyndist Liverpool hins vegar dýrkeyptur því Phil­ippe Cout­in­ho, Dej­an Lovr­en og Kolo Toure þurftu allir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Everton og Manchester City og leika þau fyrri leik sinn á Goodison Park annað kvöld.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður