Draumur fárra að breytast í martröð margra

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu

Draumur fárra að breytast í martröð margra

Innlent
 · 
Menningarefni
Tónlistarhúsið Harpa er draumur fárra sem er að breytast í martröð margra, það er skattgreiðenda, sagði Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokks á Alþingi í dag.

Pétur sagði ljóst að skattgreiðendur ættu að greiða tæplega einn milljarð á ári vegna Hörpu næstu 34 árin og samt vanti pening. Fjárhagsvandi Hörpu væri nánast óleysanlegur og það væri ljóst að það væri landsbyggðin sem borgaði mest og ekki færi hún daglega í Hörpu.