Dennis Quaid leikur togarasjómann

23.02.2016 - 22:54
Stórstjörnur spranga nú um Reyðarfjörð og Egilsstaði í tengslum við tökur á annarri þáttaröðinni um bæinn Fortitude. Danska leikkonan Sofie Gråbøl lætur vel af dvöl sinni hér en þetta er í fjórða skiptið sem hún dvelur hér á landi við upptökur. Dennis Quaid er einnig ánægður með land og þjóð og segir Íslendinga kurteisa og almennilega. Honum reynist auðvelt að koma sér í hlutverkið og nýtur þeirrar rannsóknarvinnu sem felst í því að leika togarasjómann í hinum torkennilega bæ, Fortitude.