Day fagnaði áttunda sigrinum á Bay Hill

20.03.2016 - 23:11
epa04941184 Jason Day of Australia watches his tee shot on the second hole during the fourth round of the BMW Championship golf tournament at Conway Farms Golf Club in Lake Forest, Illinois, USA, 20 September 2015. The BMW Championship is the third of
Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans í golfi ætlar ekki til Ríó.  Mynd: EPA
Ástralinn Jason Day fór með sigur af hólmi í Arnold Palmer Invitational mótinu sem lauk í kvöld á Bay Hill vellinum í Flórída á PGA-mótaröðinni. Day lék hringina fjóra á samtals -17 og varð einu höggi betri en Kevin Chappell frá Bandaríkjunum sem varð annar.

Chappell gerði mistök á 18. braut og fékk skolla. Day gerði vel í að bjarga pari á lokaholunni eftir slæmt upphafshögg. Hann sló í glompuna fyrir aftan 18. flöt úr öðru höggi en sló vel úr glompunni og bjargaði pari. Day lék lokahringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Þetta er áttundi sigurinn hjá Jason Day á PGA-mótaröðinni. Þessi 28 ára gamli Ástrali hefur leikið frábærlega á síðastliðnu ári og hafa sex síðustu sigrar hans komið á rúmi ári. Day er í fínu formi fyrir Masters mótið sem fram fer í næsta mánuði og er fyrsta risamót ársins.

Svíinn Henrik Stenson varð í þriðja sæti á -14 ásamt Bandaríkjamanninum Troy Merritt.

Lokastaðan í mótinu

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður