Cope nýr leiðtogi hægri manna

Flokkar: Erlent
Jean-Francois Cope, nýr leiðtogi UMP.


  • Prenta
  • Senda frétt

Jean-Francois Cope var kjörinn leiðtogi franska hægriflokksins UMP í gærkvöld. Sigur Cope var afar naumur, hann fékk 50,03% atkvæða en Francois Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra, 49,97%.

Birting úrslitanna dróst um rúman sólarhring en leiðtogaefnin höfðu brigslað hvort öðru um svik og pretti.

Cope er skjólstæðingur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta. Hann telst alllangt til hægri í UMP-flokknum, sem hefur verið sá áhrifamesti í Frakklandi síðastliðin sautján ár, eða allt þar til sósíalistinn Francois Hollande sigraði í forsetakosningunum í sumar. Fillon er hins vegar sagður nær miðjunni.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku