Chris Cornell látinn

18.05.2017 - 09:03
epa04257292 Singer Chris Cornell of US band Soundgarden performs on stage at the Greenfield Open Air in Interlaken, Switzerland, 14 June 2014.  EPA/GIAN EHRENZELLER
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE
Tónlistarmaðurinn Chris Cornell er látinn 52 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden á tíunda áratug liðinnar aldar og síðar Audioslave. 

Fréttastofa AP vísar í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa Cornells; andlátið hafi verið óvænt og fjölskylda hans væri í áfalli.

Cornell átti að koma fram á tónleikum á morgun í Columbus í Ohio-ríki Bandaríkjanna. Nokkrum klukkustundum fyrir andlátið var skrifað á Twitter reikning í hans nafni að Detroit væri loksins aftur farin að rokka en tilvísunin er í frægt lag með Kiss, Detroit Rock City. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV