Breska þingið ritar áfram öll lög á kálfskinn

15.02.2016 - 11:02
epa02092436 Conservation assisant Anna Ward reads from the medieval manuscript of Geoffrey Chaucer's The Canterbury Tales in Petworth House, West Sussex, Britain, 25 March 2010. Hand written on vellum (hide which has been de-haired in lime water,
 Mynd: EPA
Breska ríkisstjórnin hefur hafnað tillögu lávarðadeildar þingsins um að hætta að rita öll ný lög á kálfskinn, þrátt fyrir að það gæti dregið töluvert úr kostnaði. Öll lög sem þingið samþykkir hafa lengi verið varðveitt á kálfskinni í tvíriti og í dag kostar þetta skattgreiðendur meira en átján milljónir íslenskra króna á ári.

Matt Hancock, ráðherra sem hefur umsjón með rekstri stjórnarráðsis, segir mikilvægt að standa vörð um þessa góðu hefð. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir Laming lávarði að erfitt sé að réttlæta kostnaðinn við að rita öll lög á kálfskinn á 21. öldinni þegar mun betri og ódýrari leiðir séu í boði.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV