Borgin byggir 300 stúdentaíbúðir á næstu árum

12.01.2017 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allt að þrjú hundruð stúdentaíbúðir rísa í höfuðborginni á næstu árum. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í dag.

Borgarstjóri skrifaði í undir viljayfirlýsinguna ásamt stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Byggingafélags námsmanna við Kennaraháskólann í Stakkahlíð í dag. Gert er ráð fyrir að um 100 stúdentaíbúðir verði reistar á reitnum við Stakkahlíð. Aðrar 200 verði reistar á næstu árum.

Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Byggingarfélags námsmanna fagnar áfanganum.

„Nú bíðum við eftir að Reykjavíkurborg klári skipulagsmál sín sem við gerum ráð fyrir að verði í apríl. Í framhaldi af því þá ættum við að fara af stað með útboð og þá framkvæmdir í kjölfarið. Það verður vonandi strax í sumar eða í byrjun hausts. Sem þýðir að í lok árs 2018 eða byrjun árs 2019 getum við boðið nýjar íbúðir,“ segir Salóme.

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV