Borgarstjóri og þingmaður meðal umsækjenda

15.02.2016 - 13:16
Mynd með færslu
 Mynd: Alþingi  -  althingi.is
Tveir fyrrverandi þingmenn eru meðal þeirra 38 sem sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvegaráðuneytinu, sem var auglýst nýlega.

Meðal umsækjenda eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og borgarstjóri í Reykjavík, og Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins og þingmaður utan flokka.

Meðal nefndarmanna í þriggja manna hæfnisnefnd sem fer yfir umsóknirnar er Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem var dæmdur fyrir innherjasvik 2012. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í síðustu viku bera fullt traust til Baldurs. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, skipar í embættið og skipaði jafnframt hæfnisnefndina.

Listi yfir umsækjendur

1.        Anna Margrét Sigurðardóttir
2.        Anna María Einarsdóttir
3.        Ari Sigurðsson
4.        Arnar Guðmundsson
5.        Arnór Snæbjörnsson
6.        Björn S. Lárusson
7.        Bryndís Haraldsdóttir
8.        Brynhildur Bergþórsdóttir
9.        Drífa Sigfúsdóttir
10.        Elvar Knútur Valsson
11.        Eva Margrét Ævarsdóttir
12.        Geir Þórarinn Þórarinsson
13.        Gerður Ríkharðsdóttir
14.        Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
15.        Guðlaugur Stefánsson
16.        Guðríður Kristjánsdóttir
17.        Guðrún Erlingsdóttir
18.        Gödze Sigurðsson
19.        Harpa Theodórsdóttir
20.        Ingibjörg A Gestsdóttir
21.        Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
22.        Jóhannes Karlsson
23.        Jón Gunnar Borgþórsson
24.        Jónas Ingvi Ásgrímsson
25.        Jónas Páll Jakobsson
26.        Kristinn H. Gunnarsson
27.        Kristinn Már Reynisson
28.        Kristín Helga Markúsdóttir
29.        Margrét Sæmundsdóttir
30.        Ólafur Egill Jónsson
31.        Ólafur Kjartansson
32.        Sigrún Brynja Einarsdóttir
33.        Sólveig Lilja Einarsdóttir
34.        Steinunn Halldórsdóttir
35.        Steinunn Valdís Óskarsdóttir
36.        Svava Liv Edgarsdóttir
37.        Þorgeir Pálsson
38.        Þórður Reynisson