Bólstrar hafa sést úr flugvélum

14.04.2010 - 08:36
Mynd með færslu
Tilkynningar hafa komið frá tveimur farþegaflugvélum Icelandair sem flugu um það bil 20 kílómetra suður af Eyjafjallajökli. Úr þeim sást greinilegur strókur yfir jöklinum. Hann virðist ná í um það bil 5000 fet. Strókurinn stingur í stúf við ský á svæðinu. Hann er gráleitur og dekkri en önnur ský. Strókurinn berst í austurátt með vindi.

Strókurinn sést víða að og hafa nokkrir haft samband úr Vestmannaeyjum þar sem hann sést greinilega.