Björk hlaut flest verðlaun í Silfurbergi

Innlent
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
Björn Jörundur var kynnir kvöldsins.  Mynd: RÚV

Björk hlaut flest verðlaun í Silfurbergi

Innlent
 · 
Tónlist
04.03.2016 - 23:31.Róbert Jóhannsson
Björk hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hún átti plötu ársins í flokki popptónlistarmanna, var söngkona ársins, textahöfundur ársins og deilir verðlaunum fyrir upptökustjórn með Arca og The Haxan Cloak sem unnu að plötunni Vulnicura með henni. Hér er listi yfir alla verðlaunahafa kvöldsins.

Popp og rokk:
Tónlistarviðburður ársins: Iceland Airwaves
Tónlistarflytjandi ársins: Of Monsters and Men
Söngkona ársins: Björk
Söngvari ársins: Arnór Dan
Plata ársins - Rokk: Destrier með Agent Fresco
Plata ársins - Popp: Vulnicura með Björk
Bjartasta vonin: Sturla Atlas
Lag ársins - Popp: Crystals með Of Monsters and Men

Lag ársins - Rokk: Way down we go með Kaleo

Djass og blús:
Tónlistarviðburður ársins - Djass/blús: Bræðralag - Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson
Tónlistarflytjandi ársins - Djass/blús: Sunna Gunnlaugs
Plata ársins - Djass/blús: Innri eftir Jóel Pálsson og Stórsveit Reykjavíkur
Tónverk ársins - Djass/blús: Henrik eftir Guðmund Pétursson af plötunni Annes
Bjartasta vonin - Djass/blús: Sölvi Kolbeinsson

Sígild og samtímatónlist:
Tónlistarviðburður ársins - Sígild/samtíma: MagnusMaría, ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur
Tónlistarflytjandi ársins - Sígild/samtíma: Daníel Bjarnason fyrir hljómsveitastjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Peter Grimes
Söngkona ársins - Sígild/samtíma: Þóra Einarsdóttir
Söngvari ársins - Sígild/samtíma: Benedikt Kristjánsson
Plata ársins - Sígild/samtíma: Light of Air með Önnu Þorvalds
Tónverk ársins - Sígild/samtíma: Absentia eftir Huga Guðmundsson
Bjartasta vonin - Sígild/samtíma: Bjarni Frímann Bjarnason

Önnur verðlaun:
Textahöfundur ársins: Björk
Upptökustjóri ársins: Björk, Arca og The Haxan Cloak fyrir Vulnicura
Plata ársins - Opinn flokkur: Shine með Red Barnett
Heiðursverðlaun: Kristinn Sigmundsson