Biðu í slyddu eftir strigaskóm - myndband

19.02.2016 - 12:54
Tugir biðu í biðröð í morgun eftir tækifæri til að kaupa nýja strigaskó. Sumir höfðu tekið með sér útilegustóla til að auðvelda biðina í slyddunni í morgun. Ástæða eftirvæntingarinnar er líklega sú að verið var að selja nýja gerð af Adidas-skóm, Yeezy, sem unnir voru í samstarfi við rapparann Kanye West.