Bensínlaust í tvo daga á Vopnafirði

04.03.2016 - 13:14
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Biluð bensíndæla hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að kaupa eldsneyti á Vopnafirði síðan á miðvikudag. Varahlutir hafa borist og er unnið að viðgerð samkvæmt upplýsingum frá Söluskálanum Olla sjoppu þar sem sjálfsafgreiðsludæla N1 er stödd. Heimamenn voru ósáttir við að vera bent í næstu bæjarfélög þegar kvartað var yfir ástandinu en aðeins eitt fyrirtæki selur eldsneyti á Vopnafirði.
Mynd með færslu
Arnaldur Máni Finnsson
Fréttastofa RÚV