Benedikt Valsson stigakynnir í Eurovision

30.04.2014 - 12:08
Mynd með færslu
Hinn geðþekki hraðfréttamaður Benedikt Valsson verður stigakynnir fyrir hönd Íslands í Eurovision. Úrslitakvöld Eurovision fer fram í Kaupmannahöfn þann 10. maí. Benedikt kveðst afar spenntur fyrir því að fá að ávarpa sjónvarpsáhorfendur um alla Evrópu.

Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann sé mjög þakklátur fyrri að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni - að vera andlit Íslands í Evrópu í 20 sekúndur. „Ég ætla að gera þessar 20 sekúndur að mínum,“ segir Benedikt.

Hann kveðst vera mjög sleipur í spænsku, hann væri í mjög góðum málum ef Eurovision væri á Spáni. „En hver veit nema ég segir nokkur orð á dönsku þar sem keppnin fer nú fram í Danmörku.“