Bankarnir högnuðust um 108 milljarða króna

25.02.2016 - 17:33
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Hagnaður Landsbankans á árinu 2015 nam 36,5 milljörðum króna, eftir skatta. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa.

Hagnaður Arion banka var 50 milljarðar og Íslandsbanki hagnaðist um 21 milljarð á síðasta ári. Samtals högnuðust stóru bankarnir þrír því um 108 milljarða króna - eða hundrað og átta þúsund milljónir króna.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV