Bandarískar herþotur yfir S-Kóreu

17.02.2016 - 05:36
epa04906359 A US Air Force jet-fighter F-22 Raptor aircraft in the sky at the 32 Tactical Air Base in Lask, Poland, 31 August 2015. Two US Airforce Lockheed Martin F-22 Raptor stealth tactical fighter aircrafts will take part in exercises with the new
Bandarísk herþota af gerðinni F22 Raptor.  Mynd: EPA  -  PAP
Fjórar bandarískar F-22 herþotur flugu yfir Suður-Kóreu í nótt og lentu á herstöð nærri höfuðborginni Seúl. Þar verða þær geymdar til þess að sýna hernaðarmátt ríkjanna eftir kjarnorku- og flugskeytatilraunir norður-kóreskra stjórnvalda undanfarið.

Þotunum var fylgt eftir af átta öðrum bandarískum og suður-kóreskum herþotum. Að sögn AFP fréttastofunnar er ekki vitað hversu lengi F-22 þoturnar verða í Suður-Kóreu, en þangað koma þær frá bandarískri herstöð í Okinawa í Japan.

Bandarískur herkafbátur, USS North Carolina, kom til hafnar í Busan í Suður-Kóreu á mánudag til þess að taka þátt í sameiginlegum heræfingum með sjóher Suður-Kóreu. Von er á kjarnorkuknúnu flugmóðurskipi, USS John C. Stennis, en árleg sameiginleg heræfing fer fram í mars að sögn Yonhap fréttastofunnar.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV