Banaslys á Njarðarbraut í Reykjanesbæ

21.01.2016 - 21:27
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Einn lést í alvarlegum árekstri fólksbíls og jeppa á Njarðarbraut í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum lést ökumaður fólksbílsins en ökumaður og farþegi jeppans sluppu með minniháttar meiðsli. Slysið er í rannsókn og óljóst með tildrög þess.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV